Thursday, June 3, 2010

Fyrstu ferðir.

Hér mun vera haldin dagbók yfir veiðar okkar félaga.
Ég nennti ekki að byrja á þessu fyrr en nú, þannig að fyrsta færsla er um þær ferðir sem farnar hafa verið hingað til.
Menn eru misduglegir að fara, vegna vinnu, barna og fjarveru erlendis.

8 Maí: Fyrsta ferð.
Viðstaddir: Lundi / Kokkurinn
Lundi og Kokkurinn hentu sér uppí Vífó til að fagna heimkomu Lundans frá Salzburg. Ágætis veður, hiti 8 stig og nettur vindur. Veitt var frá suðurbakkanum (Bílastæðamegin)
Tvær litlar bleikjur komu á land, sem hefðu orðið pundarar síðsumars.
Teknar á Vífó grá og Kibbí (með rauðum roða í vínilnum)

10 Maí.
Laugarvatn: Lundi / Kokkurinn
Veitt í landi Háskólans. Tvær bleikjur um 1,5 pund komu á land í fallegu sólríku veðri.
Teknar á Orange Nobbler 10, stripp.

13 Maí.
Laugavatn: Lundi
Land Háskólans.
6 Bleikjur á land í hávaðaroki. Frá 1-4.2 pund.
Orange Nobbler 10, stripp



14 Maí.
Þingvellir: Lundi / Kokkurinn / Rauðhöfði / Konnvaldur
Ekkert að gerast í bleikjunni. Hiti 7-8 stig um daginn, mínus 5 um nóttina.




15 Maí.
Meðafellsvatn: Lundi / Kokkurinn / Rauðhöfði
Nokkur stykki af smáum en sterkum urriða.
Teknir á Kibbí, langur taumur og dregið hægt.

Elliðavatn.
Lundi / Kokkurinn
Ég og Kokkurinn skelltum okkur í Elliðavatn eina kvöldstund. Veiddum frá Elliðavatnsbænum (Bakvið) en urðum ekki mikið varir. Færðum okkur síðan útá Engi þar sem Kokkurinn tók þennann fína urriða. (Man ekki hvaða flugu en grunar sterklega Kibbí) Sem gerði okkur lífið leitt í löndum með því að bora sig niður í gróðurinn. Ágætis veður, pínu vindur, hiti um 5-7 stig. Mjög lág vatnsstaða.
Fundum líka dauðann fugl. Sjá mynd.

18-30 Maí.
Lundi
Nokkrar ferðir í Vífó Norðan megin. Gáfu nokkrar bleikjur, sú stæðsta um 2 pund.
Flugur: Muboto og blóðormur.
Gott að hafa bakvið eyrað: Það er algjör óþarfi að vaða í Vífó á kvöldin. Bleikjan kemur alveg upp við landið og tekur vel ef varlega er farið. Hafa ekki minna en stangarlengd í taum og sleppa því að fara þegar vindáttin er frá vestur til austurs og öfugt.

No comments:

Post a Comment