Sunday, June 13, 2010

Helgin 10-13 Júní

Hnausatjörn.
Hafliði, Smári og Óli.
5 bleikjur, 2 sjóbleikjur og 14 urriðar.
0,5-1 pund.
Nobblerar, þurrflugur.
Komum að tjörnini og sáum strax mikið líf. Fiskurinn lá metra frá landi og át síli. Fallegt veður og mikið líf.

Skagaheiði.
17 bleikjur 1-1,5 (Krókur, þurrflugur (Svartar/Brúnar)
4 Urriðar 1-2 Pund. (Krókur, Rauður Nobbler)
Veiddum í Nesvatni,Hörtnárvatni. Fínt veður um morguninn en vindur jókst með deginum.
Muna eftir flugnaneti ef menn eru viðkvæmir fyrir því.

Hópið
4 sjóbleikjur 1-3 Pund.
Veitt útfrá Myrkvubjörgum. Bleikjan full af marfló og var í miklu æti. Bestu flugur voru þær sem líktust marfló (Röndótt vafðar) Flugan Arnar reyndist vel.

Stoppuðum í leynivatni okkar rétt áður en við komum til Reykjavíkur og tókum 25 bleikjur frá 1-4 pund. Allskonar flugur.

Wednesday, June 9, 2010

6-8 Júní.
Sauðlauksdalsvatn: Lundi & Lundapabbi
Kíktum í Sauðlauksdalsvatn uppúr klukkan 17 þann 6. Júní. Veður fínt, um 12 stiga hiti og léttur breezer. Veiddum útfrá gula sandbakkanum við miðju vatnsins. Þetta eru urriðaslóðir, en bleikjan heldur sig víst inn við botn. Við ákváðum þó að halda okkur við urriðan í þetta skipti.


9 stk komu upp á stuttum tíma frá 1-2 pund (Nokkrum sleppt).
Fluga: Nobbler (Svartur 10)

7 Júní.
Hættum við að veiða í ánni vegna vatnsskorts.

8 Júní.
Kíktum aðeins við í Vatnsdalsvatni í vatnsfirði.
Leiðindarrok og lítið að gerast, enda sólin ekki sest og bleikjan ekki mætt upp í ós.

Saturday, June 5, 2010

Vífó skrepp.

Vífó: Lundi
05.06.10
Skrapp uppí Vífó til þess að prufa nýju Loop fimmuna. Fékk fljótlega rídalín urriða um pundið sem fékk mig til að gleyma þeim peningum sem lagðir voru fram í þessi stangarkaup.
Fékk svo bleikju um pundið.
Blóðormur/Muboto
Fínt veður. Hiti 11 stig, 2 á sec suðaustan.

Í fyrramálið verður lagt af stað á vestfirði að prufa ánna okkar og kíkja í Sauðlauksdalsvatn.

Lundi

Thursday, June 3, 2010

Fyrstu ferðir.

Hér mun vera haldin dagbók yfir veiðar okkar félaga.
Ég nennti ekki að byrja á þessu fyrr en nú, þannig að fyrsta færsla er um þær ferðir sem farnar hafa verið hingað til.
Menn eru misduglegir að fara, vegna vinnu, barna og fjarveru erlendis.

8 Maí: Fyrsta ferð.
Viðstaddir: Lundi / Kokkurinn
Lundi og Kokkurinn hentu sér uppí Vífó til að fagna heimkomu Lundans frá Salzburg. Ágætis veður, hiti 8 stig og nettur vindur. Veitt var frá suðurbakkanum (Bílastæðamegin)
Tvær litlar bleikjur komu á land, sem hefðu orðið pundarar síðsumars.
Teknar á Vífó grá og Kibbí (með rauðum roða í vínilnum)

10 Maí.
Laugarvatn: Lundi / Kokkurinn
Veitt í landi Háskólans. Tvær bleikjur um 1,5 pund komu á land í fallegu sólríku veðri.
Teknar á Orange Nobbler 10, stripp.

13 Maí.
Laugavatn: Lundi
Land Háskólans.
6 Bleikjur á land í hávaðaroki. Frá 1-4.2 pund.
Orange Nobbler 10, stripp14 Maí.
Þingvellir: Lundi / Kokkurinn / Rauðhöfði / Konnvaldur
Ekkert að gerast í bleikjunni. Hiti 7-8 stig um daginn, mínus 5 um nóttina.
15 Maí.
Meðafellsvatn: Lundi / Kokkurinn / Rauðhöfði
Nokkur stykki af smáum en sterkum urriða.
Teknir á Kibbí, langur taumur og dregið hægt.

Elliðavatn.
Lundi / Kokkurinn
Ég og Kokkurinn skelltum okkur í Elliðavatn eina kvöldstund. Veiddum frá Elliðavatnsbænum (Bakvið) en urðum ekki mikið varir. Færðum okkur síðan útá Engi þar sem Kokkurinn tók þennann fína urriða. (Man ekki hvaða flugu en grunar sterklega Kibbí) Sem gerði okkur lífið leitt í löndum með því að bora sig niður í gróðurinn. Ágætis veður, pínu vindur, hiti um 5-7 stig. Mjög lág vatnsstaða.
Fundum líka dauðann fugl. Sjá mynd.

18-30 Maí.
Lundi
Nokkrar ferðir í Vífó Norðan megin. Gáfu nokkrar bleikjur, sú stæðsta um 2 pund.
Flugur: Muboto og blóðormur.
Gott að hafa bakvið eyrað: Það er algjör óþarfi að vaða í Vífó á kvöldin. Bleikjan kemur alveg upp við landið og tekur vel ef varlega er farið. Hafa ekki minna en stangarlengd í taum og sleppa því að fara þegar vindáttin er frá vestur til austurs og öfugt.